lausn á vandanum

Það er hægt að leysa þetta vandamál á einn hátt. Það er að skipta skemmtanalífinu í tvennt. Fyrri hlutinn væri til kl. ca. 01:00 í miðbænum og hafa seinni hlutann úti á Granda, nota Grandagarðinn ca út að Grandabryggju. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt að afmarka þetta svæði frá öðru svæði á Grandanum, auðveld aðkoma, í göngufæri úr miðbænum og það er hægt að stjórna nokkuð vel umferðinni til og frá Grandanum. Það er hægt að nýta netaskúralengjuna undir litla skemmtistaði, veitingastaði, gallerí, leiktæki ofl. Síðan mætti taka eitthvað af stærra húsnæði nær Grandabryggju í tónleika og dansleikjahald. Það mætti jafnvel yfirbyggja hluta af götunni til að gera þetta vistlegra á veturna. Það er miklu auðveldara fyrir lögregluna að hafa stjórn á fólkinu ef það er allt meira og minna á sama svæðinu.  Á daginn um helgar getur þetta verið skemmtisvæði fyrir fjölskyldur borgarinnar með góðri tengingu við miðbæinn, bryggjurnar ofl.

Með því að skemmtanalífinu ljúki í miðbænum ca kl. 01:00 þá er líklegt að það verði að mestu annar hópur sem njóti þess tíma því næturdrottningarnar fara ekki á flug fyrr en eftir miðnætti og því gæti það fólk sem treystir sér ekki lengur í miðbæinn um helgar sökum óláta og obeldis skemmt sér vel og nýtingin á veitingahúsunum yrði miklu betri því allt myndi byrja fyrr á kvöldin.


mbl.is Óbærilegur hávaði um nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta e-ð fáránlegt grín hjá þér eða ? Eigum við að eyða peningum í að hafa tvo mismunandi skemmtunarsvæði fyrir mismunandi tíma ? Hverjar yrðu þá reglurnar í kringum staði eða fólk sem væri á lokaða svæðinu eftir 1:00 ?

Ég nenni ekki einu sinni að fara útí þetta almennilega, það er svona einfalt:

Þegar fólk flytur við umferðargötu = þá má búast við hávaðamengun frá bílum

Þegar fólk flytur nálægt flugvöll = þá má búast við hávaðamengun frá flugvélar

Þegar fólk flytur í miðbæinn og er nálægt skemmtanastöðum = þá má búast við hávaðamengun og manneklu frá miðbænum og skemmtistöðum. 

Hættið þessu væli og flytjið þá eitthvert annað ef þið þolið það ekki en svona hefur það ALLTAF verið. Jú kannski var minni hávaði fyrir 50 árum, en þá voru íslendingar miklu færri og því mun minni umsvif í miðbænum, einnig þá hefur hátölurum fleygt fram í tækninni og því mun aflmeiri og heyrist meira til þeirra þ.a.l.  Ég bý í 101 nálægt tjörninni þar sem það fara strætóar með 5 mínútna millibili liggur við og hávaða og fólki ráfandi um helgar. En það vissi fjölskyldan mín þegar við fluttum þangað .

Jón (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 17:22

2 identicon

Ég ætla að prenta þetta út og veifa þessu framan í þig Jón minn, næst þegar ég kem og geri stykki mín í garðinn hjá þér eftir skemmtanir í miðbænum. Ef þú þolir það ekki, flyttu þá bara eitthvað annað.

Ps. Hvar áttu heima svona sirkabát? Mér leiðist að fara húsavillt þegar ég drulla í garða hjá fólki.

Vildirðu síðan vera svo vænn að setja svolítið af salernispappír út við grindverkið á föstudagskvöldum. Takk.

Júlli (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 18:40

3 identicon

Mín fyrsta hugsun eftir lestur fréttarinnar var, hvað er þetta fólk að kaupa/leigja í miðbænum ef það þolir ekki svona lagað!  Sjálf hef ég hvergi búið nema í 1o1 á Íslandi og gæti ekki hugsað mér annað!

EN svo las ég bloggið hans Kára hér að ofan og hugsaði, þetta er bara SNILLD!! Algjörlega frábær hugmynd sem flestir ættu að geta séð eitthvað jákvætt við.

Þetta er að mínu mati, alveg pottþétt hugmynd sem ætti að skoða vel !!

Edda (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 19:01

4 identicon

Sæll, ég er ánægður með þig. Í staðinn fyrir að kvarta bara þá kemuru með hugmynd að lausn. Mér þykir hugmyndin ekkert sérstaklega góð, en það er þó betra en að kvarta og vera bara með leiðindi.

Af hverju tel ég hugmyndina ekki vera góða? Vegna þess að margir af skemmtistöðunum fá sínar helstu tekjur af djamminu um helgar. Þeir gætu ekki flutt staðinn út á granda. Einnig er vandamál að flytja allt fólkið út á granda. Þ.e að það fer niður í bæ og svo þarf það að taka leigubíl eða labba í skítakulda. Önnur rök eru svo lyktin og að það eru nú þegar húsnæði þar sem er verið að nota og myndu aldrei rýma alla þá sem eru niðrí bæ. Sé það bara ekki gerast. Hugmyndin er þó alls ekki galin!

 Hins vegar vil ég  benda á að ég á heima í miðbænum og ég djamma mjög reglulega niðrí bæ. Í fyrsta lagi er ekki rétt að þetta sé einungis ólýður og óféti sem eru niðrí bæ um helgar. Meiri hlutinn af þessu fólki eru háskólanemar sem skemmta sér siðsamlega. Með aldrinum virðist þetta gleymast og fólk bölvar öllu sem það dettur í hug í stað þess að líta í eigin barm og sjá hvort að vandmálið komi frá þeim. 

Sem ég held að sé einmitt málið. Af hverju ertu svo ólmur að búa niðrí bæ ef þú veist að um hverja helgi er djamm þar, há tónlist og lélegt umhverfi fyrir börn?

 Ég held að þetta sé sama fólk og finnst í alvöru að kettir ættu að vera í bandi og sama fólk og hringir í RÚV til að kvarta yfir málfarsvillu fréttamanns. Þetta eru fýlupúkarnir. 

----------

Júlli þetta eru verstu rök í heimi. Þú getur ekki sett samasem merki milli þess að skíta í garðinn hjá fólki (sem er ólöglegt) og að skemmtistaðir spila háa tónlist. Mundu bara í andskotanum hvernig það var að vera ungur og hamingjusamur (eitthvað sem þú vonandi varst einhvern tímann). Þú mátt svo koma og skíta í garðinn minn, láttu mig bara vita fyrst svo að ég geti hringt í lögguna. Auli......

Jakob (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:29

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hmm, ég heimta að fá að búa í hundraðogeinum án þess að láta kettina mína þurfa að ganga í bandi eða að leyfa drullusokkum að skíta á blettinn minn eða í portið mitt. Og ég ól börnin mín upp í miðju hundraðogeinum án þess að þau tækju skaða - þvert á móti!!  Miðborgin er borgin mín  :)   :)  þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það alltaf !!!

Gunnlaugur I., 6.5.2010 kl. 23:37

6 identicon

Það væri reyndar helvíti flott að gera bryggjuhverfið úti á Granda að einhverskonar mekku skemmtanalífs í Reykjavík. Það er ekkert að því að gefa miðbænum smá hvíld.

Kristinn (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband